Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Rannsóknamiðstöð Íslands Forsíða
Rannsóknamiðstöð Íslands Forsíða

Rannsóknamiðstöð Íslands

Upplýsingadagur: GenAI fyrir opinbera stjórnsýslu

15. desember 2025

Evrópusambandið heldur upplýsingadag á netinu miðvikudaginn 17. desember 2025 kl. 13:00–15:00 (GMT) um nýtt kall í Digital Europe Programme (DEP) sem styður uppbyggingu vistkerfis Generative AI (GenAI) í opinberri stjórnsýslu.

Kallið Apply AI: GenAI for the public administrations (DIGITAL-2026-AI-09-GENAI-PA) er CSA-verkefni styrkt 100%, 1,8 m evra yfir 36 mánuði og er ætlað háskólum, rannsókna- og tæknistofnunum, félagasamtökum og öðrum hagsmunaaðilum.

Í kallinu er gerð krafa um samstarf milli a.m.k. þriggja sjálfstæðra umsækjanda frá a.m.k. 3 mismunandi löndum. Þessi fundur er því tækifæri til að kynna sig og tengjast öðrum sem eru áhugasöm aðilum um þetta kall.

Þátttaka í þessu verkefni getur verið tækifæri fyrir íslenska aðila til að tryggja hagsmuni ríkja utan ESB, sér í lagi með tilliti til smærri þjóða með lítil tungumál.

Skráning og nánari upplýsingar: Infoday - GenAI Meets Public Administrations | Shaping Europe’s digital future

Kallið sjálft má finna á Funding and Tenders Portal“

Landstengiliður Digtial Europe hjá Rannís er Sigþrúður Guðnadóttir, hafið samband fyrir nánari upplýsingar á netfanginu sigthrudur.gudnadottir@rannis.is.