Opið er fyrir umsóknir um styrki í Nordplus fyrir árið 2026
3. nóvember 2025
Áhersluatriði áætlunarinnar fyrir árið 2026 er að efla hæfni og þekkingu til að styrkja samkeppnishæfni Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Umsóknarfrestur er til 2. febrúar 2026, kl. 23:59 CET.

Heildarfjárhæð til úthlutunar árið 2026 er um 10,7 milljónir evra.
Nánari upplýsingar, leiðbeiningar og samstarfsaðila er að finna á heimasíðu Nordplus
Áhersla Nordplus 2026
Árið 2026 verður lögð áhersla á þemað „Aukin þekking og færni til að styrkja samkeppnishæfni Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna.“ Það er þó ekki skilyrði fyrir styrk að umsóknin tengist beint árlegu áhersluatriði – allar umsóknir eru metnar út frá gæðum og markmiðum verkefnisins.
Fyrirspurnir sendist á netfangið: nordplus@rannis.is
Nordplus áætlanir 2023–2027
Nordplus inniheldur fimm undiráætlanir sem ná yfir öll stig menntunar:
Nordplus Junior: Styrkir fyrir grunn- og framhaldsskóla og leikskóla
Nordplus Higher Education: Styrkir fyrir háskólastig
Nordplus Adult: Styrkir fyrir fullorðinsfræðslu
Nordplus Horizontal: Þverfagleg verkefni og samstarfsnet
Nordplus Nordic Languages: Verkefni sem efla norræn tungumál
Um Nordplus
Nordplus er stærsta menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar og hvetur skóla, stofnanir og samtök á sviði menntunar og þjálfunar til að sækja um styrki fyrir alþjóðlegt samstarf, starfsmanna- og nemendaskipti, sameiginleg verkefni og samstarfsnet milli menntastofnana í Danmörku, Eistlandi, Færeyjum, Finnlandi, Grænlandi, Íslandi, Lettlandi, Litháen, Noregi, Svíþjóð og á Álandseyjum.