Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Rannsóknamiðstöð Íslands Forsíða
Rannsóknamiðstöð Íslands Forsíða

Rannsóknamiðstöð Íslands

NOS-HS styrkir til rannsóknaneta í hug- og félagsvísindum

16. janúar 2026

Með styrkjunum er ætlunin að styrkja norrænt rannsóknaumhverfi og gefa næstu kynslóð vísindafólks tækifæri til að byggja upp norrænt tengslanet og auka þannig gæði, nýsköpun, samfélagsleg áhrif og alþjóðlega samkeppnishæfni. Styrkir til rannsóknaneta eru nýjung hjá NOS-HS. Umsóknarfrestur rennur út 15. apríl nk.

NOS-HS kallar eftir umsóknum um rannsóknanet (exploratory networks). Auglýsingin er opin og varðar grunnrannsóknir á sviði hug- og félagsvísinda. Ætlunin er að skapa tækifæri fyrir vísindafólk á fyrri hluta ferilsins (early-carreer researchers) til að byggja upp norræn rannsóknanet og styðja nýskapandi rannsóknir.

Vefkynning 9. febrúar

Nordforsk verður með vefkynningu og spurningar og svör 9. febrúar kl. 9 að íslenskum tíma:
Skrá mig á kynninguna.

Tengslalisti

Viltu tengjast öðru vísindafólki sem hefur áhuga að sækja um? Hægt er að skrá sig á tengslalista fyrir 15. mars nk.:
Skrá mig á tengslalista

Umsóknarfrestur, fjárhagur og auglýsing

  • Skilafrestur er 15. apríl 2026, kl. 12 að íslenskum tíma.

  • Fjárhæð til úthlutunar er allt að 33 milljónir norskra króna (NOK).

  • Verkefni geta sótt um allt að 1,5 milljónir norskra króna (NOK).

  • Frétt Nordforsk um styrkina.

Helstu þátttökuskilyrði

  • Rannsóknastofnanir frá a.m.k. fjórum Norðurlandanna verða að taka þátt. Norðurlöndin er skilgreind sem: Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur, Svíþjóð, Færeyjar, Grænland og Álandseyjar.

  • Rannsóknaverkefnið skal hýsa hjá rannsóknastofnun í einhverju Norðurlandanna (rannsóknastofnun er lögaðili, opinber eða einkarekinn, sem hefur það aðalmarkmið að stunda rannsóknir, og greiðir ekki arð af starfsemi sinni).

  • Verkefnisstjóri verður að vera vísindamaður með 2-7 ára reynslu frá doktorsprófi og ráðinn hjá viðkomandi rannsóknastofnun á meðan á verkefninu stendur.

Sjá nánar um skilyrði í auglýsingu Nordforsk.

Um NOS-HS

NOS-HS er samstarfsvettvangur fjármögnunaraðila rannsókna í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð, á sviði hug- og félagsvísinda.