Horizon Europe upplýsingadagar og tengslaráðstefnur
15. desember 2025
Framkvæmdastjórn ESB hefur birt á vinnuáætlanir ársins 2026 og í upphafi næsta árs verða haldnir upplýsingadagar um vinnuáætlanirnar og tengslaráðstefnur.

Öll sem hafa hug á að kynna sér eða sækja um í Horizon Europe eru hvött til að sitja upplýsingadagana og skrá sig á tengslaráðstefnurnar til að til að efla sitt tengslanet.
Vísindafólk úr félags- og hugvísindum er sérstaklega hvatt til að kynna sér aðra klasa þar sem aðkomu hugvísinda er víða krafist.
Vinnuáætlanir Horizon Europe ársins 2026
Hér fyrir neðan má kynna sér dagsetningar eftir klösum Horizon Europe:
Klasi 1 - heilbrigðisvísindi (Health)
26.-30. janúar 2026 - Tengslaráðstefna á vegum HNN3.0 (rafræn)
10. febrúar 2026 - Upplýsingadagur klasa 1 (rafrænn)
Klasi 2 - félags- og hugvísindi (Culture, Creativity and Inclusive Society)
25. febrúar 2026 - Tengslaráðstefna - AI in Horizon Europe Interdisciplinary brokerage event (rafræn) á vegum Net4Society.
Fyrir fræðagreinar á sviði verkfræði, stærðfræði, raunvísinda og náttúruvísinda (STEM) og hug- og félagsvísinda (SSH) sem vinna að gervigreindar verkefnum þvert á klasa.26. mars 2026 - Upplýsingadagur klasa 2, rafrænn, (óstaðfest)
Fyrri hluti júní 2026 - Tengslaráðstefna Net4Society í París, (óstaðfest)
Net4Society tenglsasíðan er allta opin
Klasi 4 - Stafræn tækni, iðnaður og geimur (Digital, Industry and Space)
Miður janúar 2026 - Upplýsingadagur klasa 4, rafrænn (óstaðfest)
Til 15, apríl 2026 - Tengslaráðstefna Ideal-ist (rafræn)
Klasi 5 - Loftslagsmál, orka og samgöngur (Climate, Energy and Mobility)
14. janúar 2026 - Tengslaráðstefna GREENET (rafræn)
15. janúar 2026 - Upplýsingadagur klasa 5 (rafrænn)
Klasi 6 - Fæða, lífhagkerfið, náttúruauðlindir, landbúnaður og umhverfismál (Food, Bioeconomy, Natural Resources, Agriculture and Environment)
21. janúar 2026 - Tengslaráðstefna Care4Bio í Brussel
22.-23. janúar 2026 - Upplýsingadagur klasa 6 í Brussel og netinu (hybrid)
10. desember 2025 - Upptaka frá upplýsingafundi Care4Bio um hagnýt ráð (tools) fyrir umsækjendur
WIDERA
11. desember 2025 - Upptaka frá upplýsingadegi um WIDERA ERA köll
17 desember 2025 - Tengslaráðstefna NCP WIDERA NET (rafræn)
22. janúar 2026 - Upplýsingadagur WIDERA Widening (rafrænn)
Leiðangrar - Missions
20. -21. janúar 2026- Upplýsingadagur um leiðangra (rafrænn)
28.-29 janúar 2026 - Tengslaráðstefna NCP Missions (rafræn)
Maria Skłodowska-Curie (MSCA) doktorsnetið
Tengslasíða MSCA er alltaf opin
Evrópska nýsköpunarráðið (EIC - EIE)
Nóvember 2025 - Upptaka frá upplýsingafundi EIC