Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Rannsóknamiðstöð Íslands Forsíða
Rannsóknamiðstöð Íslands Forsíða

Rannsóknamiðstöð Íslands

Eyvör úthlutar netöryggisstyrkjum

23. janúar 2026

Mikill áhugi var á netöryggisstyrkjum Eyvarar, sem staðfestir voru 19. janúar þegar Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra, undirritaði samninga um veitingu netöryggisstyrkja til 14 verkefna að heildarupphæð 117 milljóna króna.

Um er að ræða þriðju styrkjaúthlutun Eyvarar á síðustu tveimur árum. Alls bárust 48 umsóknir, fleiri en nokkru sinni fyrr, sem undirstrikar vaxandi áhuga á styrkjunum og aukinn kraft í netöryggismálum hér á landi.

Allar umsóknir um netöryggisstyrki Eyvarar eru metnar af fagráði, sem gerir tillögu til stjórnar Eyvarar um úthlutun styrkja. Að fenginni samþykkt stjórnar eru úthlutanir staðfestar af ráðherra og í kjölfarið eru gerðir samningar við styrkþega.

Hrannar Ásgrímsson, verkefnastjóri Eyvarar:

Áhugi á netöryggisstyrkjum Eyvarar hefur alltaf verið talsverður, en í þessari úthlutun bárust fleiri umsóknir en nokkru sinni fyrr. Það endurspeglar bæði öflugt grasrótarstarf innan íslenska netöryggissamfélagsins og skýra þörf fyrir aukið fjármagn til verkefna á þessu sviði. Það er einmitt hlutverk og vilji Eyvarar að styðja við nýsköpun og efla hæfni íslensks samfélags á sviði netöryggis.


Markmið styrkjanna er að efla netöryggisgetu Íslands og styðja við íslenskt netöryggissamfélag með virku og öflugu Evrópusamstarfi í netöryggismálum. Til þess að hljóta styrk þurfa verkefni að falla undir einn eða fleiri af eftirfarandi flokkum:

  • Efling netöryggismenningar og vitundar.

  • Hagnýt menntun, rannsóknir og þróun.

  • Örugg stafræn þjónusta og nýsköpun.

  • Öflug löggæsla, netvarnir og þjóðaröryggi.

  • Skilvirk viðbrögð við atvikum.

  • Sterkir innviðir, tækni og lagaumgjörð.

Eyvör er hæfnissetur Íslands á sviði netöryggis og er hluti af netöryggissviði Fjarskiptastofu og er styrkt verkefni af Evrópska hæfnisetrinu í netöryggi (ECCC).

Eftirfarandi aðilar hlutu styrk:

Umsækjandi

Heiti verkefnis

Verkefnisstjóri

Atlas Cloud

Gagnaafritun og eftirlitskerfi fyrir Atlas skýið

Pálmar Garðarsson

Dent & Buckle

Þriggja skrefa áætlun í netöryggi. Að styrkja öryggi skýjalausnar frá Dent & Buckle á forvirkan hátt.

Ingunn Ingimarsdóttir

Fjölmiðlanefnd

Rauðu flöggin - Fræðsla og vinnustofur um netöryggi, netsvik og almenna stafræna færni fyrir eldra fólk

Haukur Brynjarsson

Gagnaglímufélag Íslands

Netöryggisáfangi fyrir framhaldsskóla

Hjalti Magnússon

Indó sparisjóður

Öryggisúttekt á hugbúnaði er ítarleg öryggisprófun á umhverfi og hugbúnaði Indó

Steinar Hugi Sigurðarson

Maven

Bætt netöryggi hjá Maven: Öruggar gagnaveitur og gagnavinnslur

Helgi Hrafn Halldórsson

Mitoflux

Mitoflux Rx

Birta Ósk Theodórsdóttir

Ríkislögreglustjóri

Öruggari íslensk æska 2.0 - samþættar forvarnir gegn stafrænu ofbeldi meðal barna

Eygló Þóra Harðardóttir

Secure Code Warrior

Samanburðarmælingar á kóðaöryggi stórra málalíkana (LLM)

Tjörvi Jóhannsson

Slökkvilið höfuðborgarsvæðis

Efling netöryggis og netöryggisvitundar hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins

Ingveldur Lára Þórðardóttir

Strandabyggð

Örugg framtíð – Netöryggi í Strandabyggð

Heiðrún Harðardóttir

Tern Systems

Samþætt innleiðing á NIS2, EASA Part-IS og ISO/IEC 27001

Sigurjón Páll Kolbeins

Tryggingastofnun

Örugg dreifð gagnadeiling fyrir greiningu og framsetningu

Hermann Ólason

Varðberg

Netöryggi á Alþjóðanámskeiði Varðbergs 2026

Hera Melgar Aðalheiðardóttir