Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Rannsóknamiðstöð Íslands Forsíða
Rannsóknamiðstöð Íslands Forsíða

Rannsóknamiðstöð Íslands

Evrópska samfjármögnunin um sjaldgæfa sjúkdóma auglýsir eftir umsóknum

12. desember 2024

European Rare Diseases Research Alliance (ERDERA) hefur auglýst fyrsta kall áætlunarinnar "Pre-clinical therapy studies for rare diseases using small molecules and biologicals – development and validation”.

Markmið kallsins er að gera vísindamönnum í mismunandi löndum kleift að byggja upp árangursríkt samstarf um sameiginlegt þverfræðilegt rannsóknarverkefni. Gert er ráð fyrir að niðurstöðurnar nýtist til hagsbóta fyrir sjúklinga í framtíðinni.

Verkefni ættu að einblína á hóp sjaldgæfra sjúkdóma eða á einn sjaldgæfan sjúkdóm ef engin gild rök eða sönnunargögn eru fyrir því að hópa sjúkdóma saman.

Flokkun sjaldgæfra sjúkdóma fylgir evrópskri skilgreiningu, þ.e. sjúkdómur sem leggst á ekki fleiri en fimm af hverjum 10.000 einstaklingum í Evrópusambandinu, aðildarríkjum þess, og Kanada.

Lesa kall textann/call text

Vefstofa:

Þann 17. desember nk. frá 13:00-15:00 að íslenskum tíma verður upplýsingafundur um kallið fyrir áhugasama: Nánari upplýsingar og skráning á vefstofu

Mikilvægar dagsetningar:

  • Call Launch: December 10, 2024

  • Pre-proposal Submission Deadline: February 13, 2025

  • Full Proposal Invitations: Early May 2025

  • Information webinar for applicants to submit a full proposal: May 6 2025

  • Full proposal submission deadline: July 9 2025

  • Funding Decisions: December 2025

Nánari upplýsingar á vef ERDERA