Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Rannsóknamiðstöð Íslands Forsíða
Rannsóknamiðstöð Íslands Forsíða

Rannsóknamiðstöð Íslands

Auglýst eftir umsóknum úr Barnamenningarsjóði

26. janúar 2026

Hlutverk sjóðsins er að styðja fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. Umsóknarfrestur rennur út 20. mars nk. klukkan 15:00.

Sérstakt vægi hafa verkefni sem stuðla að lýðræðislegri virkni barna í samfélaginu eða taka mið af inntaki Barnasáttmála Sameinuðu.

Áhersla er lögð á samstarf tveggja aðila eða fleiri, svo sem félagasamtaka, skóla, listafólks og menningarstofnana og er hvatt til þess að samstarfsverkefni séu unnin í samstarfi ólíkra aðila.

Ef umsækjandi hefur þegar hlotið styrk úr sjóðnum kemur ný umsókn ekki til álita nema að loka- eða áfangaskýrslu sé skilað fyrir umsóknarfrest.

Umsóknarfrestur rennur út 20. mars 2026 kl. 15.00.

Reglur sjóðsins, matskvarða og tengil á umsókn er að finna á síðu Barnamenningarsjóðs.

Opna umsóknarkerfi Rannís