Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Rannsóknamiðstöð Íslands Forsíða
Rannsóknamiðstöð Íslands Forsíða

Rannsóknamiðstöð Íslands

Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði námsgagna

16. desember 2025

Hlutverk Þróunarsjóðs námsgagna er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla í því markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla.

Umsóknarfrestur rennur út þann 16. febrúar 2026, kl. 15:00.

Forgangsatriðin í ár eru:

  • Námsefni sem styður við íslenskukennslu eða STEM greinar

  • Námsefni sem hvetur til skapandi kennslu og gefið er út á fjölbreyttu formi

  • Námsefni fyrir iðn- og starfsnám

  • Námsefni í tengslum við gervigreind og hvernig nýta má gervigreind í skólastarfi

  • Námsefni sem umsækjendur geta rökstutt að mikill skortur sé á

Stefna sjóðsins er að námsefnið sem styrkt er verði gefið út með rafrænum hætti og gert aðgengilegt á netinu, þegar við á.

Umsókn skal skilað á rafrænu formi.

Sjá frekari upplýsingar um sjóðinn.