Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Sýklalyfjadagur - Fræðsludagur sóttvarnarlæknis

18. nóvember 2025

13:00 til 15:00

Embætti landlæknis, Katrínartún 2, 6. hæð

Í tilefni Vitundarvakningar um sýklalyfjaónæmi mun sóttvarnalæknir halda málþing á Hrafnistu í gegnum fjarfund (Teams). Að þessu sinni er þema málþingsins tengt hjúkrunarheimilum.

Hægt er að fylgjast með málþinginu hér.

Dagurinn 18. nóvember er sérstaklega helgaður vitundarvakningu um sýklalyf hjá Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC). Sama dag hefst vitundarvika um skynsamlega notkun sýklalyfja á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).

Tilgangur þessarar vitundarvakningar er að minna almenning, stjórnvöld, heilbrigðisstarfsmenn og aðra aðila á þá ógn sem stafar af útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería í heiminum. Sjá nánar hér.

Fundarstjóri: Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir

Dagskrá

13:00 - 13:20 Sýklalyfjanotkun, sýklalyfjaónæmi og aðgerðaráætlun Anna Margrét Halldórsdóttir, yfirlæknir, sóttvarnasvið, embætti landlæknis

13:20 - 13:40 Niðurstöður ECDC HALT-4 rannsóknar og lærdómur Steinunn Þórðardóttir, framkvæmdstjóri lækninga á Hrafnistu

13:40 - 14:00 Klínískarleiðbeiningar þvagfærasýkingar hjá hrumu eldra fólki Ólafur Helgi Samúelsson, framkvæmdastjóri lækninga á Eir

14:00 - 14:20 Kaffihlé

14:20 - 14:40 Sýkingavarnir og ónæmar bakteríur á hjúkrunarheimilum Bjarney Sigurðardóttir, sýkingavarnastjóri á Hrafnistu Sigríður Sigurðardóttir, sviðsstjóri gæða- og fræðslusviðs á Grund

14:40 - 15:00 Sýklalyfjagæsla á hjúkrunarheimilum Jón Steinar Jónsson, yfirlæknir gæðaþróunar, Þróunarmiðstöð Íslenskrar Heilsugæslu

Hámarksfjöldi í sal verður 100 manns.

Ekkert þátttökugjald.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 14.11.2025 með tölvupósti á netfangið juliana.hedinsdottir@landlaeknir.is. Vinsamlegast takið fram hvort þið hyggist mæta á staðinn eða tengjast fundi í streymi (hlekkur sendur í tölvupósti). Stefnt er að því að hafa upptöku aðgengilega á vef embættis landlæknis og samfélagsmiðlum eftir fundinn.