Útskriftardeild aldraðra
Efnisyfirlit
Þjónusta
Endurhæfingardeild fyrir aldraða einstaklinga
Útskriftardeildin veitir endurhæfingu fyrir aldraða, með það að markmiði að útskrifa þá heim til sín innan 2 til 4 vikna frá innlögn.
Markmið meðferðar og endurhæfingar
Bæta hreyfigetu og efla sjálfstæði í athöfnum daglegs lífs og lögð er áhersla á virkni og:
þátttöku og sjálfshjálp í máltíðum og öðrum athöfnum dagslegs lífs.
Lækningar og hjúkrun
Félagsráðgjöf
Sjúkra- og iðjuþjálfun
Áhersla er lögð á heildrænt mat á einstaklingi (mat á sjúkdómum, aldursbreytingum, félagslegum aðstæðum, lyfjameðferð, líkamlegri og andlegri færni) og þverfaglegum vinnubrögðum.
Einstaklingar bera ábyrgð á eigin þjálfun sinni og stýra gönguferðum á deildinni ásamt þeim æfingum sem þeim hefur verið sett fyrir af þjálfurum þeirra.
Gott er að hafa með sér eigin fatnað og næg föt til skiptanna, þar sem áhersla er lögð á að einstaklingar séu klæddir í sín eigin föt yfir daginn.
