Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Transteymi barna og unglingageðdeildar

Þjónusta

Transteymi barna- og unglingageðdeildar sinnir greiningu og meðferð einstaklinga yngri en 18 ára, sem upplifa misræmi milli kynvitundar sinnar og þess kyns sem þeim var úthlutað við fæðingu.

Það er ekki óvanalegt að börn:

  • séu kynlaus í hegðun sinni.

  • segist vilja vera annað kyn

  • segist tilheyra hinu eða öðru kyni

og því þarf ekki alltaf að leita faglegrar aðstoðar. Einstaklingur getur þó þarfnast þjónustu fagaðila ef hann hefur í lengri tíma upplifað misræmi í sinni kynvitund og vanlíðan í tengslum við það.