Þunglyndis- og kvíðateymi
Þjónusta
Þunglyndis- og kvíðateymið er þverfaglegt göngudeildarteymi sem veitir greiningu og meðferð við alvarlegum kvíða- og þunglyndisröskunum þegar vægari meðferðir hafa ekki skilað árangri.
Þjónustulínur teymisins
Meðferð og greining
Kvíðaraskanir: Alvarlegar kvíðaraskanir líkt og áráttu- þráhyggjuröskun, félagsfælni, heilsukvíði, ofsakvíði með eða án víðáttufælni, líkamsskynjunarröskun og almenn kvíðaröskun.
Þunglyndi: Alvarlegt og endurtekið þunglyndi sem skerðir lífsgæði verulega.
Greining á samsettum geðvanda
Sérhæfð greining og mat þar sem þörf er á mismunagreiningu til að ákvarða viðeigandi meðferð.
Meðferð fyrir nýútskrifaða af móttökugeðdeild – Byggjum brú
Veitir áframhaldandi stuðning fyrir einstaklinga sem hafa nýlega útskrifast eftir innlögn vegna sjálfsvígshættu, þunglyndis eða kvíðaraskana.
Meðferðin felur í sér grunnhópa tvisvar í viku og einstaklingsviðtöl. Einnig er fjölskyldustuðningur í boði fyrir skjólstæðinga sem eiga börn undir 18 ára aldri.
Dvalartími er að jafnaði þrjár vikur með möguleika á áframhaldandi þjónustu ef þörf krefur.
Þeir sem eru á biðlista eða eru komnir í meðferð geta haft samband með því að senda fyrirspurn í gegnum Heilsuveru.
