Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Þjónusta

Deildin sinnir sjúklingum með taugasjúkdóma og veitir sérhæfða greiningu, meðferð og stuðning.

Tekið er á móti sjúklingum af öllu landinu

Deildin tekur á móti öllum með sjúkdóma í heila og mænu, svo sem:

  • Blóðrásartruflanir í heila

  • Hreyfitaugungahrörnun (MND)

  • Heila- og mænusigg (MS)

  • Flogaveiki

  • Parkinson (PD)

  • Guillain-Barré heilkenni (GBS)

  • Myastenia Gravis (MG)

Flestir sjúklingar koma í gegnum bráðadeild Landspítala.

Deildin veitir skýrar upplýsingar um:

  • sjúkdómsástand

  • rannsóknir og meðferð

  • hjúkrun og batahorfur

Áhersla er lögð á góð samskipti við sjúklinga og fjölskyldur þeirra.

Stuðningur í meðferð

  • Sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar veita meðferð og ráðgjöf um hreyfigetu og daglegt líf.

  • Félagsráðgjafar veita aðstoð við réttindamál, búsetuúrræði og færni- og heilsumat.

  • Talmeinafræðingar meta kyngingu og talgetu sjúklinga.

  • Næringarfræðingar veita ráðgjöf við vökva- og næringarinntekt.

  • Sálfræðingur veitir sálrænan og andlegan stuðning og meðferð.