Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Sykursýkisteymi - Barnaspítala

Þjónusta

Barn sem greinist með sykursýki og fjölskylda þess fær skipulagða fræðslu og stuðning frá fagfólki teymis.

Reglubundin eftirfylgni fer fram á göngudeild barna

Þar hitta börnin og fjölskyldur þeirra:

  • hjúkrunarfræðing og lækni.

  • félagsráðgjafa, næringarráðgjafa og sálfræðing eftir þörfum hvers og eins.

Einnig eru haldin námskeið á Barnaspítalanum fyrir starfsfólk skóla, tómstunda- og íþróttafélaga. Upplýsingar veitir starfsfólk teymisins.

Sumarbúðir Dropans

Dropinn er félag fyrir börn með sykursýki og fjölskyldur þeirra á Íslandi.

Sumarbúðir Dropans er hluti af starfi teymisins. Þar geta börn fræðst um sykursýki og skemmt sér í öruggu umhverfi og myndað mikilvæg vináttu- og stuðningstengsl.

Gagnleg myndbönd