Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Þjónusta

Svefnmiðstöð Landspítala sinnir greiningu og meðferð svefntengdra sjúkdóma, svo sem kæfisvefns og annarra svefnraskana.

Svefnrannsóknir fara fram á tvo vegu

  • Heima: Einstaklingar sækja mælibúnað hjá öryggsvörðum 1. hæð og fara með hann heim til að nota yfir nótt

  • Á legudeild: Einstaklingar koma á Landspítala, rannsóknarbúnaður er settur upp og sjúklingar dvelja yfir nótt á spítalanum. Rannsóknin er gerð á C7, 7.hæð

Komast í svefnrannsókn

  1. Heimilislæknir eða sérfræðingur sendir beiðni til Svefnmiðstöðvar Landspítala

  2. Viðkomandi fær bréf þegar hann er kominn á biðlista.

  3. Þegar mælingin er bókuð færðu boð með dagsetningu sent í Heilsuveru fyrir heimaskimun eða símleiðis fyrir rannsókn á deildÞegar mælingin er bókuð færðu boð með dagsetningu sent í Heilsuveru fyrir heimaskimun eða símleiðis fyrir rannsókn á deild.

Meðferð með svefnöndunartæki

Svefnmiðstöðin sinnir meðferð kæfisvefns.

  • Flestir þeirra sem greinast með kæfisvefn fara á meðferð með svefnöndunartæki.

  • Meðferð/innstilling með svefnöndunartæki hefst annað hvort heima eða á svefnmiðstöðinni.

  • Starfsfólk veitir fræðslu, stuðning og sinnir eftirfylgd meðferðar.

  • Svefnöndunartækið er eign Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og greiða þarf leigugjald af tækinu.

Eftirlit

Rafræn eftirfylgd (Airview) er að öllu jöfnu í boði fyrstu þrjá mánuði á meðferð. Eftirfylgdin er háð upplýstu samþykki af hálfu einstaklinga.

  • Fylgst er með árangri meðferðar rafrænt og starfsfólk hefur samband ef noktun er ábótavant eða ef meðferð skilar ekki árangri.

  • Ef ekki er haft samband við þig má gera ráð fyrir að gögnin sýni árangur og notkun.

Ef þú ert ekki sáttur með meðferðina, hafðu samband við Svefnmiðstöðina.

Eftirlit fyrstu 3 mánuði

  • Rafrænt eftirlit er í gangi og starfsfólk hefur samband ef meðferðin skilar ekki tilætluðum árangri.

Eftirfylgd
  • Mikilvægt er fyrir vellíðan þína og meðferðina að skipta um grímu, rakabox, barka minnst árlega. sjá hér Símanúmer, opnunartími og staðsetning | Landspítali.

  • Við hvetjum þig til að bóka tíma í eftirlit á svefnmiðstöðinni 2-3 ára fresti, fyrr ef þörf er á. Nauðsynlegt er að koma með tækið og allan búnað í bókaðan tíma

Endurnýjun búnaðar

  • Til að endurnýja búnað er hægt að senda tölvupóst á svefnmidstodin@landspitali.is . Tilgreindu kennitölu, tegund grímu og stærð í tölvupóstinum.

  • Einnig er hægt að hringja milli 8:15 til 12:15 virka daga: 543 6025

Bilað tæki

Ef þér finnst tækið ekki vera vinna rétt eða skilaboð koma á tæki hafðu samband við svefnmiðstöðina í síma 543-6025 eða með tölvupósti svefnmidstodin@landspitali.is

Hvetjum þig til að lýsa bilun eða áhyggjum eins vel og þú getur og hvaða skilaboð koma fram á tækinu. Í framhaldinu er líklegt að við biðjum þig um að koma með tækið sem tekur nokkra daga í bilanagreiningu(vinnslu)

Meðferð lokið

Ef ljúka þarf meðferð ber að skila tæki til svefnmiðstöðvarinnar. Afhendið tækið en hendið grímu, barka og rakaboxi. Skiljið eftir miða í töskunni með kennitölu og ástæðu af hverju meðferð er lokið. Ritarar taka við tækinu og miðað er við þá dagsetningu þegar ritari afskráir tækið.

Tímabókanir

Tímabókun eða breyting á tímum

  • Fyrir þá sem eru í meðferð með svefnöndunartæki er 13 til 15:45 virka daga: 543 6025

  • Í svefnmælingu (greiningu), virka daga 9 til 12 og 13 til 15 virka daga: 543 6035

  • Ekki er hægt að afhenda endurnýjaðan búnað beint á deildinni án samráðs við starfsfólk í síma eða með tölvupósti.

AirSense 11

Að gefnu tilefni. Ný útgáfa af kæfisvefnstæki var tekið í notkun á árinu. Ný útgáfa veitir alveg sömu meðferð og fyrri útgáfa. Við viljum undirstrika að ekki verður skipt út eldri gerð AirSense 10 fyrir AirSense 11 fyrr en að skilaboðin Motor Life Exceeded kemur upp á skjánum. Líftími tækjanna er um 20.000 klukkutímar.