Sundlaug
Þjónusta
Sérhönnuð þjálfunarlaug með góðu aðgengi fyrir fatlaða
Sundlaugin er 17 metra löng og 10 metra breið.
Dýpt er 1-2 metrar. Hitastig vatnsins er um 33°C.
Tveir heitir pottar með vatnsnuddi eru við laugina.
Laugin er notuð bæði fyrir einstaklings- og hópmeðferðir.
Starfræktir eru vatnsleikfimihópar, jafnt fyrir inniliggjandi sjúklinga og göngudeildarsjúklinga.
Einstaklingsmeðferð er eingöngu í boði fyrir sjúklinga deildarinnar.
Laugin er einnig leigð út til félagasamtaka og einstaklinga.
