Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Sólarhringsdeild - Grensás

Þjónusta

Deildin sinnir fjölbreyttum hópi sjúklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa tapað færni, tímabundið eða varanlega vegna slysa eða veikinda. Stundum er um að ræða marga sjúkdóma samtímis.

Sólarhringsdeild R2 er staðsett á 2. hæð

Fatnaður og snyrtivörur

  • Á deildinni klæðast allir eigin fatnaði og er mikilvægt að hann sé þægilegur, til dæmis íþróttafatnaður

  • Hafa þarf föt til skiptanna

  • Aðstandendur sjá um að þvo föt sjúklinga

  • Hentugur skófatnaður með tilliti til þjálfunar er nauðsynlegur

  • Sjúklingar koma með eigin snyrtivörur.

  • Máltíðir

  • Boðið er upp á morgunverðarhlaðborð, hádegisverð, síðdegiskaffi, kvöldmat og kvöldhressingu.

  • Sjúklingar borða saman í setustofu. Aðstandendum er velkomið að fá sér kaffi án meðlætis. Sjálfsali með drykkjum og fleiru er staðsettur í anddyri á 1. hæð.