Smitsjúkdómateymi Barnaspítala
Efnisyfirlit
Þjónusta
Þjónustan er ætluð börnum sem eru:
Ættleidd eða eru börn innflytjenda utan EES.
með lifrarbólgu, HIV eða langvinna smitsjúkdóma.
börn mæðra sem hafa lifrarbólgu eða HIV.
með aðra smitsjúkdóma eða stunguóhöpp.
Teymið sér um ítarlegar heilsufarsskoðanir fyrir börn og sérstaklega er hugað að eftirfarandi:
Bólusetningar og skráning þeirra.
Gerð og eftirfylgni berklaprófa.
Eftirlit með blóðprufum fyrir börn með grun um lifrarbólgu B eða C, aðra smitsjúkdóma eða þau sem hafa orðið fyrir stunguóhöppum.
