Sjúkraþjálfun Hringbraut
Efnisyfirlit
Þjónusta
Við Hringbraut starfa sjúkraþjálfarar, sérhæfðir aðstoðarmenn og ritari. Sjúkraþjálfunin er staðsett á 4.hæð í D álmu hússins og ber deildarheitið Endurhæfingardeild 14D.
Starfsemi Endurhæfingardeild 14D.
Sólarhringsdeildir og dagdeildir
Sjúkraþjálfarar veita sérhæfða meðferð á öllum legudeildum á Landspítala Hringbraut.
Göngudeild
Hjartaendurhæfing, grindarbotnsgöngudeild og göngudeild fyrir konur eftir aðgerðir á brjósti.
Göngudeild barna.
Heilsurækt fyrir krabbameinsgreinda og einstaklinga sem eru að bíða eftir að fara eða eru nýkomnir úr ígræðsluaðgerðum.
Fræðsla fyrir hjartasjúklinga og aðstandendur
Haldnir eru fræðslufundir á vegum deildarinnar einu sinni í viku. Fyrirlesarar eru ýmist innan eða utan deildar.
