Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Kynning og marklýsing

Læknisfræðileg myndgreining (röntgenlækningar) er viðurkennd aðalsérgrein samkvæmt reglugerð 467/2015 og undir hana teljast nokkrar undirsérgreinar:

  • myndgreining barna

  • ísótópamyndgreining

  • inngripsmyndgreining

  • myndgreining stoðkerfis

  • myndgreining taugakerfis

Sérfræðilæknir í myndgreiningu getur auk þess haft sérþekkingu á ákveðnu undirsviði sem ekki er sérstaklega viðurkennt af embætti Landlæknis.

Námstími: 3 ár

Marklýsing

Sérgreinin fjallar um greiningu, mat og meðferð á sjúkdómum með formfræðilegum (e.morphological) og starfrænum (e. functional/physiological) aðferðum til könnunar á uppbyggingu, starfsemi og sjúklegu ástandi mannslíkamans eins og hún birtist í myndrannsóknum. Þekkingarsvið sérgreinarinnar felur í sér skilning og kunnáttu á notkun, notagildi og takmarkana mismunandi myndgreiningaraðferða innan líffærakerfa og
sjúkdómaflokka.

Störf innan greinarinnar byggja einnig á samstarfi við lækna innan ólíkra sérgreina þannig að hún nýtist sem best við greiningu og meðferð sjúklinga.

Sérgreinin byggir á vísindalegum rannsóknum og gagnreyndri læknisfræði, sem nýtast til sjúkdómsgreiningar og meðferðar en jafnframt þróunar á aðferðafræði, gæðastarfi og kennslu innan greinarinnar.