Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Uppbygging náms og framvindumat

Uppbygging

Sérnámið skiptist í

  • þriggja ára kjarnanám í bráðalækningum

  • þriggja ára á efri stigum sérnáms – s.k. Higher Specialty Training (HST).

Í kjarnanáminu starfa sérnámslæknar í 18 mánuði á bráðamóttöku auk námsvistar í svæfinga- og gjörgæslulækningum, hjartalækningum, geðdeild, endurkomu bæklunarlækninga, bráðamóttöku barna og vökudeild. Á þeim tíma öðlast sérnámslæknar þjálfun í undirstöðum atriðum greiningar og meðferðar bráðveikra og slasaðra.

Þeir sérnámslæknar sem eru komnir á efri ár námsins sinna störfum af auknu sjálfsstæði, taka að sér leiðbeiningu og handleiðslu læknanema, kandídata og sérnámslækna í kjarnanámi en starfa áfram undir handleiðslu sérfræðinga.

Fræðsla er innbyggð í námstíma sérnámslækna að meðaltali tveir heilir dagar í mánuði fyrir alla lækna í skipulögðu sérnámi.

Námsmat

Sérnámslæknar þurfa að standast sérfræðingspróf en geta valið milli þess að ljúka prófum á á vegum RCEM eða EUSEM Hægt er að taka hluta prófanna á Íslandi.

Gátlistar fyrir árlegt framvindumat sérnámslækna: