Sérnám í bráðalækningum
Kynning og marklýsing
Á bráðalækningadeildum Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri er starfrækt formlegt framhaldsnám í bráðalækningum.
Námstími: 6 ár
Samstarf: Royal College of Emergence Medicine
Marklýsing
Sérnámið byggir á marklýsingu Royal College of Emergency Medicine (RCEM) í Bretlandi sem hefur verið staðfærð til nota á Íslandi og samþykkt af mats- og hæfisnefnd árið 2019 og uppfærð 2023.
Staðsetningar
Í boði er fullt sex ára sérnám í bráðalækningum, með þeim fyrirvara að hið minnsta 6 mánuðir skuli fara fram sem starfsnám á sjúkrahúsi erlendis sem hefur viðurkenningu yfirvalda í því landi til sérmenntunar bráðalækna. Gert er ráð fyrir að hluti sérnámsins fari fram á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri.
Úttektir á náminu
Úttekt RCEM (pdf)
