Sérnám í barna- og unglingageðlækningum
Uppbygging náms og framvindumat
Uppbygging náms
Lengd viðurkennds náms (hlutanám eða fullt nám) 5 ár miðað við 100% vinnu
Barna og unglingageðdeild: 42 mánuðir (3,5 ár) þar af
24 mánuðir á göngudeild
12 mánuðir á legudeild
6 mánuðir val (gæðaverkefni/rannsóknarverkefni), vaktir
Fullorðinsgeðdeild: 12 mánuðir
Barnaspítali: 6 mánuðir
Námið felur í sér
Vikuleg handleiðsla í 45 til 60 mínútur í senn hjá sérfræðilækni á Barna og unglingageðdeild
Hálfur dagur í viku er ætlaður til fræðilegs náms
Þátttaka í seminar í barna og unglingageðlækningum á Barna og unglingageðdeild
Þátttaka í kennslu (læknanema) og fræðslu fyrir starfsmenn á Barna og unglingageðdeild
Samvinna við aðrar deildir og aðrar stofnanir
Handleiðsla í daglegu starfi á deildum
Náms og kennslugögn hafa verið keypt af Barna og unglingageðdeild.
Matskerfi
2 árleg próf og eyðublöð
Skráningarkerfi: Loggbók (sérnámsbók)
Próf
Bandarískt stöðupróf: American College of Psychiatrists' Child Psychiatry Resident In Training Examination (CHILD PRITE)
Klínískt próf, samkvæmt matstæki Child and Adolescent Psychiatry CLINICAL SKILLS
EVALUATION FORM (CAP CSV v.2). American Board of Psychiatry and Neurology.Árlegt framvindumat: Mat handleiðara og mat kennslustjóra, eyðublöð
