Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Sérnám í barna- og unglingageðlækningum

Uppbygging náms og framvindumat

Uppbygging náms

Lengd viðurkennds náms (hlutanám eða fullt nám) 5 ár miðað við 100% vinnu

  • Barna og unglingageðdeild: 42 mánuðir (3,5 ár) þar af

    • 24 mánuðir á göngudeild

    • 12 mánuðir á legudeild

    • 6 mánuðir val (gæðaverkefni/rannsóknarverkefni), vaktir

  • Fullorðinsgeðdeild: 12 mánuðir

  • Barnaspítali: 6 mánuðir

Námið felur í sér

  • Vikuleg handleiðsla í 45 til 60 mínútur í senn hjá sérfræðilækni á Barna og unglingageðdeild

  • Hálfur dagur í viku er ætlaður til fræðilegs náms

  • Þátttaka í seminar í barna og unglingageðlækningum á Barna og unglingageðdeild

  • Þátttaka í kennslu (læknanema) og fræðslu fyrir starfsmenn á Barna og unglingageðdeild

  • Samvinna við aðrar deildir og aðrar stofnanir

  • Handleiðsla í daglegu starfi á deildum

Náms og kennslugögn hafa verið keypt af Barna og unglingageðdeild.

Matskerfi

2 árleg próf og eyðublöð

Skráningarkerfi: Loggbók (sérnámsbók)

Próf

  • Bandarískt stöðupróf: American College of Psychiatrists' Child Psychiatry Resident In Training Examination (CHILD PRITE)

  • Klínískt próf, samkvæmt matstæki Child and Adolescent Psychiatry CLINICAL SKILLS
    EVALUATION FORM (CAP CSV v.2). American Board of Psychiatry and Neurology.

  • Árlegt framvindumat: Mat handleiðara og mat kennslustjóra, eyðublöð