Sérnám í barna- og unglingageðlækningum
Kynning og marklýsing
Barna - og unglingageðdeild Landspítalans býður upp á skipulagt sérnám í barna - og unglingageðlækningum, sem samþykkt var af mats- og hæfisnefnd í apríl 2018.
Námstími: 5 ár
Marklýsing
Um er að ræða fimm ára viðurkennt nám (hlutanám eða fullt nám) sem byggt er á grunni alþjóðlegra leiðbeininga UEMS (Union of European Medical Specialists) um sérnám í barna- og unglingageðlækningum.
Námið tekur mið af fyrirkomulagi sérnáms í geðlækningum á geðdeild Landspítala og fyrirkomulagi sérnáms í öðrum löndum svo sem Norðurlöndum, Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum.
