Rjóður
Efnisyfirlit
Þjónusta
Rjóður er hjúkrunar- og endurhæfingardeild fyrir langveik börn og börn með fötlun
Í Rjóður koma börn á aldrinum 0-18 ára sem þarfnast mikillar hjúkrunar og umönnunar. Rjóður sinnir einnig endurhæfingu barna ýmist í innlögn eða dagvist.
Börn sem koma í Rjóður fá skipulagða fjölskyldumiðaða aðlögun. Það fer eftir þörfum hverrar fjölskyldu hversu aðlögun er löng. Skipulagðar innlagnir eru ákveðnar 3 mánuði fram í tímann.
Rjóður er hluti af kvenna- og barnaþjónustu Landspítala. Þar starfa hjúkrunarfræðingar, þroskaþjálfar, sjúkraliðar og félagsliðar.
Tengiliðir
Hvert barn fær tengilið úr hópi starfsfólks Rjóðurs. Hlutverk tengilsins er að viðhalda góðu sambandi milli Rjóðurs og fjölskyldunnar, fylgjast með framvindu mála, uppfæra upplýsingar og vera sá aðili sem fjölskyldan getur haft samband við þegar þörf krefur.
Beiðnir
Læknir barnsins sendir beiðni um innlögn í Rjóður. Beiðni er metin af þverfaglegu teymi.
