Reykleysismeðferð og tóbaksvarnir Geðdeildar
Þjónusta
Ráðgjöf fyrir notendur þjónustu á geðsviði sem vilja hætta að reykja
Sérfræðingur í hjúkrun á geðsviði Landspítala veitir ráðgjöf til reykleysis fyrir notendur þjónustu á geðsviði sem vilja hætta að reykja.
Ekki er nauðsynlegt að vera í skipulagðri meðferð til að nýta sér ráðgjöfina.
Notendur geta haft milliliðalaust samband við sérfræðing í hjúkrun í síma 543 4200.
Meðferðaraðilar geta einnig haft milligöngu um ráðgjöf.
Ráðgjöf fyrir Starfsfólk geðsviðs
Sérfræðingur í hjúkrun veitir starfsfólki geðsviðs ráðgjöf um tóbaksvarnir og stuðning til reykleysis skjólstæðinga geðsviðs sé eftir því leitað.
Beiðnum skal komið á framfæri í síma 543 4200
