Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Réttar- og öryggisteymi

Þjónusta

Teymi réttar- og öryggisgeðþjónustu veitir langtíma meðferð og eftirfylgd fyrir einstaklinga með meðferðardóm með það markmið að styðja þá við að bæta lífsgæði sín og viðhalda bata.

  • Teymið samanstendur af læknum, sálfræðingum, hjúkrunarfræðingum, iðjuþjálfa og félagsráðgjafa.

  • Teymisstjóri hefur umsjón með daglegum rekstri teymisins.

Skjólstæðingar teymisins koma eingöngu frá Réttargeðdeild og Öryggisgeðdeild.

Meðferð skjólstæðinga

Notaðar eru batamiðaðar meðferðir samkvæmt klínískum leiðbeiningum, eins og:

  • Einstaklingsviðtöl

  • Lyfjameðferð

  • Vímuefnameðferð

  • Bakslagsvarnir

  • Vitjanir í heimahús

  • Efling félagslegrar virkni og tengsla út í samfélagið

  • Hugræn atferlismeðferð

  • Fræðsla og stuðningur við fjölskyldur

  • Stuðningur við nám og atvinnu

  • Ráðgjöf, fræðsla og stuðningur til heilsueflingar

Tegundir meðferðardóma