Réttar- og öryggisteymi
Efnisyfirlit
Þjónusta
Teymi réttar- og öryggisgeðþjónustu veitir langtíma meðferð og eftirfylgd fyrir einstaklinga með meðferðardóm með það markmið að styðja þá við að bæta lífsgæði sín og viðhalda bata.
Teymið samanstendur af læknum, sálfræðingum, hjúkrunarfræðingum, iðjuþjálfa og félagsráðgjafa.
Teymisstjóri hefur umsjón með daglegum rekstri teymisins.
Skjólstæðingar teymisins koma eingöngu frá Réttargeðdeild og Öryggisgeðdeild.
Meðferð skjólstæðinga
Notaðar eru batamiðaðar meðferðir samkvæmt klínískum leiðbeiningum, eins og:
Einstaklingsviðtöl
Lyfjameðferð
Vímuefnameðferð
Bakslagsvarnir
Vitjanir í heimahús
Efling félagslegrar virkni og tengsla út í samfélagið
Hugræn atferlismeðferð
Fræðsla og stuðningur við fjölskyldur
Stuðningur við nám og atvinnu
Ráðgjöf, fræðsla og stuðningur til heilsueflingar
Tegundir meðferðardóma
Sjálfræðissvipting samkvæmt lögræðislögum vegna alvarlegs geðsjúkdóms
Einstaklingar dæmdir ósakhæfir samkvæmt 15. gr. almennu hegningarlaga nr. 19/1940
