Rannsóknarkjarni - klínísk lífefnafræði og blóðmeinafræði
Þjónusta
Á deildinni eru gerðar rúmlega 1,3 milljónir rannsókna á ári. Auk þess tilheyra deildinni Blæðaramiðstöð Landspítala, Segavarnir Landspítala og sérfræðileg ráðgjöf vegna storkumeina.
Starfsemi
Blóðsýnatökur á sjúkradeildum, móttökum og heilsugæslustöðvum
Almennar lífefnarannsóknir
Prótein- og hormónarannsóknir
Blóðgasmælingar
Lyfjarannsóknir
Rannsóknir á blóðfrumum, beinmerg, líkamsvessum og blóðstorknun.
Sjá allar rannsóknir í stafrófsröð A-J og K-Ö í gæðahandbók
Rannsóknarbeiðnir:
Blæðaramiðstöð
Blæðara- og storkumeinamiðstöð þjónar landinu öllu með rannsóknum, ráðgjöf og meðhöndlun á blæðinga- og ofstorknunarsjúkdómum.
Einnig er boðið upp á erfðafræðilega greiningu og erfðaráðgjöf í samvinnu við erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala.
Nánar um Blæðaramiðstöðina
Segavarnir
Segavarnir þjónusta sjúklinga sem eru í blóðþynningarmeðferð með blóðtöku, mælingu og skömmtun blóðþynningarlyfja.
Sjúklingar á blóðþynningu þurfa að vera í reglulegu eftirliti hjá heimilislækni eða öðrum sérfræðingi.
Nánar um Segavarnir
Ráðgjöf og tengiliðir
Lífefnafræðingar: Veita ráðgjöf um rannsóknarniðurstöður, mælingar og viðmiðunarmörk.
Blóðmeinafræðingar: Ráðgjöf og þjónusta við sjúklinga með blæðingar- og storkuvandamál.
Utan dagvinnutíma veita vakthafandi starfsmenn ráðgjöf og þjónustu.
Símaþjónusta Landspítala veitir upplýsingar um vakthafandi lækna.
