Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Öldrunarlækningadeild K2

Þjónusta

Endurhæfing og læknismeðferð eftir bráð veikindi

Deildin er ætluð sjúklingum sem þurfa áframhaldandi endurhæfingu eða læknismeðferð eftir alvarleg veikindi. Öldrunarlæknar meta hvort úrræðið henti.

  • Flestir sjúklingar glíma við fjölþættan heilsufarsvanda, skerta færni, vitræn einkenni eða félagslegar áskoranir.

  • Sjúklingar fara í nauðsynlegar rannsóknir og fá sérfræðiþjónustu eftir þörfum. Meðallegutími er 4 til 6 vikur, en getur verið styttri eða lengri.

  • Lögð er áhersla á virkni og sjúklingar eru hvattir til að vera á fótum, klæðast eigin fötum, borða í matsal og taka þátt í þjálfun.

  • Markmiðið er að sjúklingar útskrifist heim með viðeigandi stuðningi. Ef heimferð er ekki möguleg vegna heilsu eða færniskerðingar, er unnið að færni- og heilsumati í samvinnu við sjúkling og aðstandendur, sem jafnframt er umsókn um hjúkrunarheimili.

  • Fái sjúklingur umsókn á hjúkrunarheimili samþykkta, velur hann hjúkrunarheimili sem hann vill dvelja á. Mælt er með að sjúklingur velji að minnsta kosti 3 heimili.

Landspítali er með biðpláss á L-3 á Landakoti og einnig er biðdeild á Vífilsstöðum. Vífilsstaðir eru reknir af Heilsuvernd. Stundum bjóðast biðpláss á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu.