Öldrunarlækningadeild K1
Efnisyfirlit
Þjónusta
Endurhæfing og meðferð aldraðra
Á deildinni fer fram meðferð og endurhæfing fyrir aldraða sem koma frá bráðadeildum. Sjúkrahúsdvöl á ekki að vara lengur en nauðsynlegt er og upplýsingum um útskrift er yfirleitt miðlað innan tveggja sólarhringa frá innlögn.
Markmiðið er að efla sjálfstæði og bæta líkamlega, andlega og félagslega færni
Sjúklingar eru hvattir til að taka virkan þátt í daglegum athöfnum, vera á fótum eftir getu, borða í matsal og klæðast eigin fötum.
Meðallegutími er 4 til 6 vikur, en getur verið styttri eða lengri eftir aðstæðum.
Markmiðið er alltaf útskrift heim með viðeigandi stuðningi. Við innlögn hefst undirbúningur fyrir heimferð og nauðsynlega þjónustu þar.
Ef heimferð er ekki möguleg vegna heilsubrests eða færniskerðingar er unnið að færni- og heilsumati í samráði við sjúkling og aðstandendur, sem jafnframt er umsókn um hjúkrunarheimili. Við samþykkt velur sjúklingur hjúkrunarheimili og er ráðlagt að velja að minnsta kosti þrjú.
Biðrými
Ef sjúklingur getur ekki beðið heima eftir plássi flyst hann í biðrými. Landspítali rekur biðrými á L-3 á Landakoti. Einnig eru biðrými á: Vífilsstöðum, Móbergi á Selfossi, Brákarhlíð í Borgarnesi og stundum á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu
