Námsbraut í nýsköpun á Landspítala
Samsetning náms og kennsluaðferðir
Námið tekur tólf mánuði og eru kennsluaðferðir blanda af
hefðbundnum fyrirlestrum
vinnustofum
verklegum tímum
vinnu með handleiðara eða mentor við að þróa og koma hugmynd í framkvæmd
masterclass tímum með sérfræðingum og leiðandi aðilum í nýsköpun
Sérnámslæknar geta stundað námið samhliða sérnámi.
Til að ljúka námsbraut þarf að
Taka þátt í skyldufyrirlestrum
Skila verkefni sem er unnið undir handleiðslu
Kynna lokaverkefni á lokahófi
Útbúa vefkynningu fyrir vef Landspítala
Frekari upplýsingar og skráning á einstaka viðburði
Fer fram á skrifstofasernams@landspitali.is
Ítarefni
Kynningarmyndband um námsbraut í nýsköpun (myndband)
