Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Námsbraut í nýsköpun á Landspítala

Almennt um námið

Námið er fyrir klíníska fagaðila sem hafa áhuga á að þróa nýjar lausnir og beita nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. Námstími er 12 mánuðir og er:

  • ætlað að bæta nýsköpunarfærni þátttakenda

  • krefjandi og byggist á verkefnavinnu og stuttum kennslulotum.

  • ætlað þeim sem vilja beita lausnamiðaðri og skapandi nálgun í heilbrigðisþjónustu á Íslandi.

  • fjölþætt og veitir heildstæða innsýn og færni í að þróa hugmyndir og koma þeim í framkvæmd.

Markmið námsins

Að námi loknu munu nemendur hafa víðtæka þekkingu á nýsköpunarferlum og geta:

  • Þróað tæknilegar, vísindalegar eða starfsemistengdar lausnir fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi.

  • Skilið nýsköpunarumhverfið, laga- og styrkjaumhverfið.

  • Þekkt stafræna umbótar og þróunarferla og skilið mikilvægi góðrar verkferla og skjölunar.

  • Fengið tengingu við íslenskt atvinnulíf.

  • Framkvæma nýsköpunarverkefni undir handleiðslu.

  • Þekkt siðfræði, persónuvernd og önnur mikilvæg atriði.

Upplýsingar og umsóknir: skrifstofasernams@landspitali.is