Námsbraut í nýsköpun á Landspítala
Almennt um námið
Námið er fyrir klíníska fagaðila sem hafa áhuga á að þróa nýjar lausnir og beita nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. Námstími er 12 mánuðir og er:
ætlað að bæta nýsköpunarfærni þátttakenda
krefjandi og byggist á verkefnavinnu og stuttum kennslulotum.
ætlað þeim sem vilja beita lausnamiðaðri og skapandi nálgun í heilbrigðisþjónustu á Íslandi.
fjölþætt og veitir heildstæða innsýn og færni í að þróa hugmyndir og koma þeim í framkvæmd.
Markmið námsins
Að námi loknu munu nemendur hafa víðtæka þekkingu á nýsköpunarferlum og geta:
Þróað tæknilegar, vísindalegar eða starfsemistengdar lausnir fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi.
Skilið nýsköpunarumhverfið, laga- og styrkjaumhverfið.
Þekkt stafræna umbótar og þróunarferla og skilið mikilvægi góðrar verkferla og skjölunar.
Fengið tengingu við íslenskt atvinnulíf.
Framkvæma nýsköpunarverkefni undir handleiðslu.
Þekkt siðfræði, persónuvernd og önnur mikilvæg atriði.
Upplýsingar og umsóknir: skrifstofasernams@landspitali.is
