Næringarstofa
Efnisyfirlit
Næringarstofa
Hlutverk Næringarstofu
Veita sérhæfða næringarmeðferð og ráðgjöf sniðna að þörfum hvers einstaklings.
Veitum einstaklingsbundna ráðgjöf og næringarmeðferð sem tekur mið af sjúkdóms- og næringarástandi.
Vinna í samstarfi við aðrar fagstéttir og bjóða fræðslu fyrir skjólstæðinga og heilbrigðisstarfsfólk.
Sinna öflugu rannsóknarstarfi í samstarfi við Háskóla Íslands.
Þjónusta
Sérhæfð næringarmeðferð fyrir inniliggjandi sjúklinga og sjúklinga á göngudeildum Landspítala.
Beiðnir
Ekki er hægt að bóka tíma án tilvísunar frá lækni.
Beiðnir frá læknum utan spítala eru aðeins teknar til greina ef sérhæfð þekking er ekki til staðar utan Landspítala.
Fræðsla
Næringarfræðingar vinna með öðrum fagstéttum og bjóða fræðslu fyrir sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk.
