Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Miðstöð síðbúinna afleiðinga krabbameina á Barnaspítala

Þjónusta

Miðstöðin er fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem fengu krabbamein fyrir 18 ára aldur og hafa lokið meðferð og hefðbundnu eftirliti eftir meðferð.

Eftirfylgni eftir krabbameinsmeðferð á barnsaldri

Krabbameinsmeðferð getur valdið heilsufarsvandamálum síðar á lífsleiðinni, svo sem áhrifum á vöxt, frjósemi og aukinni hættu á krabbameini. Tilgangur eftirfylgdar er að stuðla að heilsu og bættum lífsgæðum með reglulegu eftirliti, fræðslu og stuðningi.

Vegabréf eftir krabbameinsmeðferð

Skjólstæðingar fá afhent vegabréf sem inniheldur:

  • mikilvægar upplýsingar og samantekt um krabbameinsgreininguna og veitta meðferð

  • ráðleggingar um eftirfylgni.

Vegabréfið er ætlað að styrkja einstaklinga í að fylgjast með eigin heilsu og er styðja við heilbrigðisstarfsfólk, til dæmis á heilsugæslunni.

Þjónusta fyrir ungmenni og fullorðna

Þótt miðstöðin sé fyrst og fremst fyrir ungmenni, geta eldri einstaklingar sem fengu krabbamein á barnsaldri einnig komið í heimsókn til að fá afhent vegabréf.

Eftir útskrift geta skjólstæðingar alltaf haft samband aftur ef þeir hafa spurningar um heilsufar eða síðbúnar afleiðingar.

Ítarefni