Líknarráðgjafateymi
Efnisyfirlit
Þjónusta
Líknarráðgjafateymið
Líknarráðgjafateymið veitir sérhæfða líknarþjónustu og ráðgjöf bæði innan og utan Landspítala. Markmiðið er að bæta líðan og lífsgæði sjúklinga með langvinna eða lífsógnandi sjúkdóma, svo sem krabbamein, hjarta-, lungna-, tauga- og nýrnasjúkdóma.
Hvað felst í líknarmeðferð?
Bætt líðan og lífsgæði: Meðferðin fyrirbyggir og meðhöndlar einkenni sjúkdóma og aukaverkanir meðferðar.
Heildræn nálgun: Lögð er áhersla á líkamleg, andleg, sálræn og félagsleg áhrif sjúkdóma.
Samráð og stuðningur: Samræður um stöðu sjúkdóms, meðferðaráætlanir og óskir sjúklings eru í forgrunni.
Þjónusta líknarráðgjafateymis
Ráðgjöf og stuðningur: Teymið veitir sjúklingum og aðstandendum ráðgjöf á göngudeild og með símaeftirfylgd.
Samvinna við heilbrigðisstarfsfólk: Teymið er heilbrigðisstarfsfólki til ráðgjafar varðandi einkennameðferð, samskipti og undirbúning útskrifta með þörf á heimaþjónustu eða innlögn á líknardeild.
Fræðsla og rannsóknir: Teymið sinnir kennslu, rannsóknum og þróunarvinnu á sviði líknarmeðferðar.
Líknarmeðferð hefst oft samhliða annarri meðferð og getur fylgt sjúklingi frá greiningu sjúkdóms til lengri tíma. Áhersla er lögð á heildræna þjónustu sem styður bæði sjúklinga og aðstandendur í aðlögun að breyttum aðstæðum.
Tilvísanir
Allar fagstéttir geta leitað til teymisins.
Innan Landspítala eru beiðnir sendar á líknarráðgjafateymi sem ,,beiðni um ráðgjöf" í Sögu
Utan Landspítala er send „tilvísun“ í Heilsugátt
Starfmenn teymisins meta beiðnina innan sólarhrings.
Netfang teymis: liknarteymi@landspitali.is
