Líknardeild
Efnisyfirlit
Þjónusta
Líknarmeðferð miðar að því að bæta lífsgæði sjúklinga með lífshættulega sjúkdóma sem og fjölskyldna þeirra. Meðferðin felur í sér að fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, andlegri og félagslegri þjáningu með einstaklingsmiðaðri nálgun.
Innlögn á líknardeild
Innlögn er skipulögð eftir forgangi og reynt að taka á móti sjúklingi fyrri hluta dags.
Við komu fer fram viðtal við lækni og hjúkrunarfræðing, þar sem farið er yfir aðstæður og skipulag dvalar.
Lengd dvalar fer eftir ástæðu innlagnar, líðan og aðstæðum sjúklings.
Hvað þarf að taka með sér?
Þægilegan fatnað og inniskó.
Snyrtivörur (tannbursta, tannkrem, varasalva).
Lyf og lyfjakort.
Hjálpartæki sem notuð eru daglega (göngugrind, hjólastól o.fl.).
Afþreyingu (bækur, hljóðbækur, tónlist o.fl.).
Minni verðmæti eins og litlar myndir eða muni með tilfinningalegt gildi.
Spítalinn ber ekki ábyrgð á peningum eða öðrum verðmætum eins og síma eða tölvu.
Aðstaða
12 einbýli í tveimur tengdum húsum. Á líknardeildinni er veitt læknis- og hjúkrunarþjónusta, sjúkraþjálfun, sálgæsla og annar stuðningur. Lögð er áhersla á heimilislegt umhverfi og að mæta þörfum sjúklinga og aðstandenda þeirra eins vel og unnt er.
Heimsóknir og gisting
Aðstandendur geta dvalið hjá sjúklingi yfir daginn
Möguleiki er á að einn aðstandandi gisti yfir nótt á bedda eða í hægindastól inni á stofu sjúklings.
Mælt er með að ekki séu fleiri en tveir aðstandendur í einu yfir nótt.
Hafa í huga
Lykt og umhverfi: Sjúklingar þola oft illa sterka lykt eins og af reykingum, ilmvötnum eða blómum (eins og liljum). Aðstandendur eru beðnir að hafa þetta í huga.
Farsímar: Mælst er til að farsímar séu stilltir á hljóðlátt og að símtöl séu ekki tekin á almennum svæðum.
Samskiptamiðlar: Sýna þarf sjúklingum, samsjúklingum, aðstandendum þeirra og starfsfólki þá tillitssemi að skrifa ekki um þá færslur á samskiptamiðlum né setja þar inn myndir.
Göngudeild
Læknar líknardeildar eru með göngudeild einn eftirmiðdag í viku á:
líknardeild í Kópavogi, húsi 6b,
dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga 11C á Landspítala Hringbraut.
