Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Legudeild lyndisraskana

Þjónusta

Legudeild lyndisraskana sinnir einstaklingum með lyndisraskanir sem og með annan geðrænan vanda. Lögð er áhersla á heildræna batamiðaða þjónustu með það að markmiði að auka lífsgæði og stuðla að bata.

Um deildina

  • Legudeild lyndisraskana er opin legudeild staðsett á 2. hæð í aðalbyggingu Landspítala á Kleppi.

  • Deildin tekur við innlagnarbeiðnum m.a. frá legudeildum og göngudeildarteymum innan geðþjónustunnar, geðheilsuteymum og heilsugæslu.

  • Einstaklingar sem leggjast inn á Legudeild lyndisraskana eru með fjölþættan vanda þar sem þörf er á heildrænni þverfaglegri nálgun og þjónustu.

Áherslur í þjónustu

Hugmyndafræði og áherslur í þjónustu og meðferð, byggja á batamiðaðri nálgun og geðendurhæfingu. Það felur í sér að sjúklingur taki virkan þátt í eigin meðferð, hafi áhrif á ákvarðanatöku og öðlist valdeflingu til að viðhalda og efla hæfni sína og getu til að bæta eigin lífsgæði.

  • Lögð er áhersla á að hver og einn geti nýtt hæfileika sína og styrkleika og finni leiðir til sjálfshjálpar og sjálfstæðis á jafningjagrundvelli.

Markmið með innlögn er að:

  • Auka færni, virkni og þátttöku einstaklinga í lífi og starfi

  • Bæta lífsgæði og efla bjargráð

  • Auka þekkingu á eigin vanda.

Þjónusta og meðferðarúrræði

Einstaklingsmiðuð meðferð þar sem hver og einn hefur sitt þverfaglega meðferðarteymi. Gerð er meðferðaráætlun í samráði við sjúkling sem samanstendur af:

• Meðferðarviðtölum
• Fjölbreyttri virkni á deild og í Batamiðstöð s.s. hreyfing, fræðsla og námskeið.