Laugarásinn – snemmíhlutun geðrofssjúkdóma
Efnisyfirlit
Þjónusta
Fyrir ungt fólk (18 - 35 ára) með geðrofssjúkdóm á byrjunarstigi. Á Laugarásnum er fjölbreytt starfsemi og er markmið starfseminnar að bæta líðan og efla færni einstaklinga til að lifa sjálfstæðu og gefandi lífi með góðum lífsgæðum. Rannsóknir sýna að því fyrr sem gripið er inn í geðrofssjúkdóm með öflugri meðferð, þeim mun betri eru horfur til lengri og skemmri tíma.
Laugarásinn meðferðargeðdeild er staðsett á tveimur stöðum í Reykjavík. Í:
stóru og fallegu húsi við Laugarásveg 71
húsinu Víðihlíð, vestan megin við Holtagarða.
Kynningarmyndband um Laugarásinn:
Fjölbreytt meðferðarúrræði eru í boði á Laugarásnum:
Fjölbreytt hreyfing og heilsuefling
Fræðsla um geðrof og geðrofssjúkdóma
Vitræn endurhæfing með félagsþjálfun
Myndlistaverkefnið LISTAFL
Tónlistarsmiðjan HLJÓMAFL
Fræðsla fyrir aðstandendur um geðrofssjúkdóma
Streitustjórnun
Hugræn atferlismeðferð við geðrofi, kvíða og þunglyndi
Fjölbreytt hópastarf með ólíkum áherslum
Stuðningur við nám
Öflug starfsendurhæfing
Staðreyndir um geðrof:
Um 3% einstaklinga munu fara í geðrof einhvern tíma á lífsleiðinni
Fyrsta geðrofið kemur í flestum tilfellum fram á aldrinum 16-30 ára
Geðrof er ástand þar sem tengsl við raunveruleikann rofna
Í geðrofi koma fram ranghugmyndir, ofskynjanir og hugsunin getur orðið ruglingsleg
Oft fylgir geðrofi kvíði og depurð og margir einangrast félagslega
Geðrof hefur áhrif á hugsun, tilfinningar og hvernig við upplifum heiminn
Kynningarmyndband um geðrof:
Matsteymi Laugarássins
Matsteymi Laugarássins er sameiginlegt matsteymi fyrir Laugarásinn meðferðargeðdeild og Geðrofsteymi göngudeildar á Kleppi. Teymið er þverfaglegt og er skipað:
Hjúkrunarfræðingum
Geðlæknum
Félagsráðgjöfum
Sálfræðingum.
Hlutverk teymisins er að fara yfir allar tilvísanir sem berast og meta stöðu hvers og eins með tilliti til hvort viðkomandi uppfylli skilmerki fyrir geðrofssjúkdóm.
Markmið teymisins er að sjá til þess að einstaklingnum sé boðin besta mögulega úrlausnin á sínum vanda sem fyrst og að stytta tímabil ómeðhöndlaðs geðrofs, sé um geðrof að ræða.
Fagaðilar geta sent beiðni um þjónustu í gegnum Sögu kerfið
