Kvenlækningadeild, dag- og legudeild
Þjónusta
Kvenlækningadeild 21A, er dag- og legudeild fyrir konur með bráða kvensjúkdóma og konur sem þurfa skurðaðgerð vegna góðkynja eða illkynja sjúkdóma í grindarholi og brjóstum.
Helstu aðgerðir á deildinni
Kviðsjáraðgerð
Kviðarholsaðgerð
Legnám
þvagblöðru-, endaþarms eða legsigsaðgerð
Þungunarrof og útsköf
Einnig fleygskurðir á brjóstum, brottnám brjósta og uppbyggingar á brjóstum
Auk annarra inngripa í svæfingu
