Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Iðjuþjálfun Landakoti

Þjónusta

Markmið iðjuþjálfunar er að efla og viðhalda líkamlegri, andlegri og félagslegri færni í daglegu lífi

Á Landakot koma aldraðir frá öðrum deildum Landspítala eða úr heimahúsi. Þar fer fram greining og mat á heilsufari og endurhæfing.

Iðjuþjálfar á Landakoti meta

  • líkamlega og vitræna getu skjólstæðinga sem hafa áhrif á færni daglegs lífs með ýmsum matstæki til að greina verk og framkvæmdargetu, beita bæði áhorfi og taka viðtöl

  • þörf fyrir hjálpartæki og hvort þörf sé á heimilisathugun

  • færni við akstur í samstarfi við ökukennara, þegar það á við

Hugmyndafræði

Þjónustuferlið sem unnið er eftir kallast OTIPM (Occupational Therapy Intervention Process Model). Hugmyndafræðin kemur úr ýmsum áttum og tekur mið af ólíkum skjólstæðingshópum og aðstæðum. Einnig er notað:

  • A-ONE, kanadíska færnilíkanið (CMOP-E)

  • líkanið um iðju mannsins (MOHO)

  • lífaflfræðilíkanið

  • endurhæfingarlíkanið

  • valdeflingu (empowerment)

  • öldrunarkenningar

Mat á þjónustuþörf

  • Legudeildir og dagdeild: Þörf fyrir iðjuþjálfun er metin í samvinnu við skjólstæðing og teymismeðlimi.

  • Göngudeildir: Iðjuþjálfar fá senda beiðni fyrir skjólstæðinga sem hafa þörf fyrir iðjuþjálfun á minnismóttöku. Allir sem koma á byltu- og beinverndarmóttöku fá þjónustu iðjuþjálfa.

  • Við mat á færni og getu eru í flestum tilvikum notuð viðurkennd matstæki, spurninga- og gátlistar.