Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Iðjuþjálfun Hringbraut

Þjónusta

Markmið iðjuþjálfunar er að efla og viðhalda líkamlegri, andlegri og félagslegri færni í daglegu lífi

Iðjuþjálfar sinna yfirgripsmiklu heildrænu mati á færni skjólstæðinga sinna og þjónusta einstaklinga sem þurfa aðstoð við að bæta færni sem skerðist við slys eða veikindi. Færnisskerðing getur tengst því að sinna:

  • daglegum viðfangsefnum

  • eigin umsjá

  • heimili, fjölskyldu og vinum

  • tómstundaiðju

  • námi og/eða vinnu.

Mat á færni

Færni skjólstæðinga er metin við athafnir daglegs lífs (ADL), gerð er skimun á vitrænni getu og metnar eru aðstæður og hjálpartækjaþörf. Færni og geta eru metin með viðurkenndum matstækjum. Í samvinnu við einstakling og aðstandendur er ákveðið hvað skiptir mestu máli og svo er veitt fræðsla, ráðgjöf og/eða þjálfun.

Starfsemin

Starfsemin er skjólstæðings- og iðjumiðuð. Iðjuþjálfar vinna eftir Kanadíska færnilíkaninu (CMOP-E) og unnið er að því að efla iðju og áherslu á samspil einstaklings, iðju og umhverfis.

Tilvísanir

Beiðnir um iðjuþjálfun berast frá deildum spítalans, frá læknum, hjúkrunarfræðingum eða öðru fagfólki. Í samráði við teymi hverrar deildar er gerð áætlun um meðferð.

Staðsetning Iðjuþjálfunar er á 4.hæð í D álmu og heitir: Endurhæfingardeild 14D