Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Iðjuþjálfun Grensási

Þjónusta

Hlutverk iðjuþjálfunar er að efla og viðhalda líkamlegri, andlegri og félagslegri færni sjúklinga í daglega lífi

Einstaklingar sem koma í endurhæfingu á Grensási eftir slys eða veikindi eiga flestir í erfiðleikum með að takast á við sitt daglega líf.

Hlutir sem áður voru einfaldir eins og að:

  • klæðast

  • elda mat

  • vinna vinnuna sína

  • keyra bíl

  • stunda áhugamál

geta reynst flóknir og óyfirstíganlegir.

Færniþjálfun

Sérþekking iðjuþjálfa felst í því að greina styrkleika einstaklinga og hvað reynist þeim erfitt við dagleg verk, finna leiðir til að yfirstíga þessa erfiðleika og þjálfa aftur upp færni til að takast á við daglegt líf.

Samhliða færniþjálfun til eigin umsjár, heimilisstarfa, atvinnu og tómstunda er farið í heimilis- og vinnustaðarathuganir og mat á akstursfærni þegar þörf krefur.

Auk þess eru veittar ráðleggingar við val og útvegun hjálpartækja.

Ferlið

Iðjuþjálfar meta þörf fyrir iðjuþjálfun í samvinnu við skjólstæðinginn og aðra teymismeðlimi og nota þjónustuferlið OTIPM til að leiða þjónustu sína. Eftir að íhlutun hefur átt sér stað er:

  • framkvæmd endurmetin með mats- eða mælitækjum og viðkomandi útskrifast

  • markmið eru endurskoðuð og ferlið hefst þá á ný.

Í gegnum allt ferli viðkomandi á Grensási er unnið heildrænt og í öflugri þverfaglegri teymisvinnu í samvinnu við skjólstæðinginn.

Iðjuþjálfar meta þörf fyrir iðjuþjálfun í samvinnu við skjólstæðinginn og aðra teymismeðlimi. Við mat á færni og getu eru í flestum tilvikum notuð viðurkennd matstæki, spurninga- og gátlistar.