Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Iðjuþjálfun Geðsviðs, Hringbraut

Þjónusta

Markmið iðjuþjálfunar er að efla og viðhalda líkamlegri, andlegri og félagslegri færni í daglegu lífi

Iðjuþjálfar vinna á legu- og göngudeildum þar sem áhersla er lögð á mat, greiningu og tengingu út í samfélagið. Endurhæfingartímabil tekur mið af hverri deild fyrir sig og fer vinnan fram í einstaklings- og hópmeðferðum.

  • Iðjuþjálfar og aðstoðarmenn starfa á endurhæfingargeðdeildum, ýmsum teymum í göngudeild og í Virknisetrinu.

  • Iðjuþjálfar meta þörf fyrir iðjuþjálfun í þverfaglegri samvinnu við aðra teymismeðlimi á hverri deild fyrir sig.

  • Iðjuþjálfun er einstaklingsmiðað ferli sem leitast við að auka færni og þátttöku í að takast á við daglegt líf innan sem utan spítalans.

  • Litið er á einstaklinginn í eigin umhverfi og unnið er með styrkleika viðkomandi.

Í iðjuþjálfun er notuð margs konar iðja til að efla færni sem tengist daglegu lífi á heimili, í vinnu eða við leik og tómstundir. Leitast er við að skapa tækifæri til að takast á við verkefni daglegs lífs sem vekja áhuga, eru mikilvæg, geta veitt gleði og aukið sjálfstraust.

Hugmyndafræði

Iðjuþjálfar í geðendurhæfingu styðjast við hugmyndafræði:

  • Líkansins um iðju mannsins (Model of Human Occupation).

  • Valdeflingar (empowerment).

  • Batamiðaðrar þjónustu (recovery model).

Við mat á færni og getu eru í flestum tilvikum notuð viðurkennd matstæki, spurninga- og gátlistar.

Beiðnir

Beiðni um iðjuþjálfun berast frá legu- og göngudeildum, geðlæknum og fagfólki geðsviðs munnlega á teymisfundum, planfundum eða rafrænt.