Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Iðjuþjálfun Fossvogi

Þjónusta

Í iðjuþjálfun Fossvogi starfa iðjuþjálfar og aðstoðarmenn.

Markmiðið er að efla og viðhalda líkamlegri, andlegri og félagslegri færni í daglegu lífi

Iðjuþjálfar sinna öllum deildum eftir þörfum og þjónusta einstaklinga sem þurfa aðstoð við að bæta færni sem skerðist við slys eða veikindi.

Færnisskerðing getur tengst því að sinna:

  • daglegum viðfangsefnum

  • eigin umsjá

  • heimili,

  • fjölskyldu og vinum

  • tómstundaiðju

  • námi og/eða vinnu.

Mat

Iðjuþjáfi metur í samvinnu við einstakling, og jafnvel nánustu aðstandendur, hvaða skyldur eru honum mikilvægar og hvað hann langar til að geta gert. Út frá því mati er veitt:

  • fræðsla

  • ráðgjöf

  • þjálfun

eftir þörfum hverju sinni. Við mat á færni og getu eru í flestum tilvikum notuð viðurkennd matstæki, spurninga- og gátlistar.

Iðjuþjálfun í Fossvogi er skjólstæðings- og iðjumiðuð.

Iðjuþjálfar vinna fyrst og fremst eftir Kanadíska færnilíkaninu (CMOP-E) þar sem unnið er að því að efla iðju og lögð er áhersla á samspil einstaklings, iðju og umhverfis.

Iðjuþjálfar sinna yfirgripsmiklu heildrænu mati á færni skjólstæðinga sinna.
  • Eftir því sem við á er færni skjólstæðings metin við athafnir daglegs lífs (ADL), gerð er skimun á vitrænni getu, aðstæður skjólstæðings metnar svo og hjálpartækjaþörf.

  • Við mat á færni og getu eru í flestum tilvikum notuð viðurkennd stöðluð matstæki, spurninga- og gátlistar.

Beiðnir um iðjuþjálfun

Beiðnir berast frá deildum spítalans ýmist frá læknum, hjúkrunarfræðingum eða öðru fagfólki. Í samráði við teymi hverrar deildar er gerð áætlun um meðferð.