Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Iðjuþjálfun Barna og unglingageðdeildar

Þjónusta

Barna- og unglingageðdeild Landspítala

Barna-og unglingageðdeild tekur á móti börnum og unglingum upp að 18 ára aldri vegna geð- og þroskaraskana. Þar er veitt sérhæfð þjónusta sem miðar að þörfum barna og fjölskyldna þeirra.

Iðjuþjálfar meta og veita íhlutun eða ráðgjöf hjá sjúklingum sem eiga erfitt með

  • eigin umsjá

  • sinna daglegum skyldum

  • stunda skólann

  • sinna áhugamálum

  • sinna félagslegum samskiptum.

Hér er átt við þátttöku barnsins og færni við að inna af hendi dagleg viðfangsefni:

  • á heimili

  • í skóla

  • við leik og tómstundaiðju

Ýmsir umhverfisþættir eru athugaðir og metið hvort þeir ýti undir eða torveldi þátttöku og virkni. Við mat á færni og getu eru í flestum tilvikum notuð viðurkennd matstæki, spurninga- og gátlistar.