Iðjuþjálfun Barna og unglingageðdeildar
Efnisyfirlit
Þjónusta
Barna- og unglingageðdeild Landspítala
Barna-og unglingageðdeild tekur á móti börnum og unglingum upp að 18 ára aldri vegna geð- og þroskaraskana. Þar er veitt sérhæfð þjónusta sem miðar að þörfum barna og fjölskyldna þeirra.
Iðjuþjálfar meta og veita íhlutun eða ráðgjöf hjá sjúklingum sem eiga erfitt með
eigin umsjá
sinna daglegum skyldum
stunda skólann
sinna áhugamálum
sinna félagslegum samskiptum.
Hér er átt við þátttöku barnsins og færni við að inna af hendi dagleg viðfangsefni:
á heimili
í skóla
við leik og tómstundaiðju
Ýmsir umhverfisþættir eru athugaðir og metið hvort þeir ýti undir eða torveldi þátttöku og virkni. Við mat á færni og getu eru í flestum tilvikum notuð viðurkennd matstæki, spurninga- og gátlistar.
