Göngudeild þvagfæra 11A
Þjónusta
Þjónusta og meðferð vegna sjúkdóma í þvagfærum
Á göngudeild þvagfæra 11A er sérhæfð göngudeildarþjónusta við sjúklinga utan sem innan spítala auk ráðgjafar og kennslu. Þar fara fram ýmsar rannsóknir, greiningar og meðferðir á sjúkdómum í þvagfærum svo sem nýrnasteinbrjótsmeðferð og þvaglekaráðgjöf.
Nýrnasteinabrjótur
Steinbrjótstæknin felst í því að hljóðhöggbylgjum er safnað saman í lítinn punkt þar sem steinn er og sundrast hann við það án þess að beita þurfi opinni skurðaðgerð.
Höggbylgjur eru sendar á nýrnasteina í þeim tilgangi að brjóta þá í steinsalla sem síðan skiljast út með þvagi.
