Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Göngudeild innkirtla og efnaskipta

Þjónusta

Á göngudeild innkirtla og efnaskipta starfa sérfræðingar úr mörgum faghópum sem sinna greiningu, meðferð og fræðslu fyrir fólk með innkirtla- og efnaskiptasjúkdóma.

Á Eiríksgötu 5 er göngudeild innkirtla- og efnaskiptasjúkdóma, legudeild og rannsókn en starfsfólk deildarinnar sinnir einnig ráðgjöf og kennslu innan og utan Landspítala.

Um innkirtlasjúkdóma

Innkirtlasjúkdómar orsakast af röskun á hormónastarfsemi líkamans. Hormón eru efni sem stjórna starfsemi líkamans og berast með blóðinu milli líffæra. Slíkar truflanir geta haft áhrif á mörg líffærakerfi og eru undirstaða margra sjúkdóma.

Algengir innkirtlasjúkdómar:

  • Sykursýki

  • Skjaldkirtilssjúkdómar

  • Beinþynning

  • Sjúkdómar í heiladingli og nýrnahettum

  • Offita

  • Ákveðnar tegundir háþrýstings

Göngudeild sykursýki