Á göngudeild innkirtla og efnaskipta starfa sérfræðingar úr mörgum faghópum sem sinna greiningu, meðferð og fræðslu fyrir fólk með innkirtla- og efnaskiptasjúkdóma.
Á Eiríksgötu 5 er göngudeild innkirtla- og efnaskiptasjúkdóma, legudeild og rannsókn en starfsfólk deildarinnar sinnir einnig ráðgjöf og kennslu innan og utan Landspítala.
Um innkirtlasjúkdóma
Innkirtlasjúkdómar orsakast af röskun á hormónastarfsemi líkamans. Hormón eru efni sem stjórna starfsemi líkamans og berast með blóðinu milli líffæra. Slíkar truflanir geta haft áhrif á mörg líffærakerfi og eru undirstaða margra sjúkdóma.
Algengir innkirtlasjúkdómar:
Sykursýki
Skjaldkirtilssjúkdómar
Beinþynning
Sjúkdómar í heiladingli og nýrnahettum
Offita
Ákveðnar tegundir háþrýstings
Göngudeild sykursýki
Sykursýki, diabetes, þýðir að blóðsykur er hækkaður miðað við eðlileg gildi. Þetta er sjúkdómur sem upp kemur vegna lélegrar virkni og/eða framleiðslu insúlíns í líkamanum. Insúlín er hormón sem er nauðsynlegt til að sykur komist úr blóðinu og inn í frumur líkamans og nýtist þar sem orka. Ef virkni og/eða framleiðsla insúlíns er léleg nýtast kolvetni úr fæðunni ekki sem skyldi og blóðsykur hækkar.
Eftirfarandi eiga að vera í eftirliti á göngudeild:
Sykursýki tegund 1
Sykursýki tegund 2 - sjúklingar með svæsna fylgikvilla eða í mikilli hættu á fylgikvillum:
Virkt fótasár eða saga um fótasár/vandamál
Svæsinn augnkvilli
Svæsinn taugakvilli
Nýrnakvilli
Sjúklingar með sykursýki 2 sem:
erfiðlega gengur að ná markmiðum
eru á flókinni og fjölþættri lyfjameðferð
eru á flókinni insúlínmeðferð
Athugið: Eingöngu er tekið við nýjum sjúklingum á göngudeild sykursýki eftir tilvísun frá lækni.
Blóð- og þvagprufur
Teknar á rannsóknardeild í Fossvogi eða á göngudeild 10E við Hringbraut. Sjá nánar um blóðprufur
Láttu vita að þú sért að fara í viðtal á göngudeild sykursýki.
Komdu í prufur nokkrum dögum fyrir viðtalið
Skila skal miðbunu morgunþvagi einu sinni á ári eða samkvæmt fyrirmælum læknis.
Mælingar við komu
Teknar eru mælingar á blóðþrýstingi, hæð, þyngd og mittismáli.
Taktu með þér
Ef þú notar insúlíndælu eða sírita er mikilvægt að þú hlaðir upp gögnum úr tækjunum fyrir komu. Ef vandamál koma upp við upphleðslu er hægt að fá aðstoð á göngudeildinni.
Ef þú notar blóðsykursmæli er mikilvægt að þú takir með þér niðurstöður mælinga.
Ef þú mælir blóðþrýsting heima þá vinsamlega taktu þær skráningar með þér