Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Göngudeild geð- og fíknisjúkdóma

Þjónusta

Göngudeild geð- og fíknisjúkdóma sérhæfir sig í að þjónusta einstaklinga sem glíma við alvarlegan geð- og vímuefnavanda.

Þjónustan er ætluð einstaklingum sem:

  • sem glíma við bæði geðræn veikindi og vímuefnavanda (tvíþættan vanda)

  • hafa alvarlegar líkamlegar afleiðingar af vímuefnanotkun

  • eru barnshafandi, á meðgöngu eða eftir fæðingu

  • eiga fjölskyldu eða aðstandendur sem þurfa stuðning

Ef þörf er á eftirfylgd eftir dvöl á legudeild geðsviðs, er send beiðni til göngudeildar. Inntökuteymi metur beiðnina og meðferðaráætlun er gerð í samvinnu við skjólstæðing. Hún getur falið í sér t.d. samtalsmeðferð, afeitrun, fráhvarfsmeðferð, viðhaldsmeðferð og þjónustu við fjölskyldu og aðstandendur.

Þjónustan er þverfagleg og unnin í samvinnu við aðrar deildir Landspítala eftir þörfum.

Beiðni um þjónustu

  • Göngudeild geð- og fíknisjúkdóma tekur við tilvísunum frá legudeildum geðþjónustu, bráðamóttökum Landspítala, öðrum heilbrigðisstofnunum, barnavernd og félagþjónustu sveitarfélaga.

  • Þegar beiðni um þjónustu berst á deildina þá fer fram mat á þörfum hvers og eins. Sumir þurfa á inniliggjandi afeitrun að halda áður en þeir geta nýtt sér þjónustuna.

  • Þeir einstaklingar sem þurfa á inniliggjandi afeitrun að halda fara á biðlista eftir innlögn og er forgangsraðað eftir bráðleika. Haft er samband við alla sem fara á biðlista fyrir inniliggjandi afeitrun.

Laufeyjarteymi

Laufey nærþjónusta veitir vettvangsþjónustu fyrir fólk með alvarlega geðsjúkdóma og/eða langvarandi fíkn. Þjónustan byggir á geðlæknisfræði, skaðaminnkun, batamiðaðri nálgun og áhugahvetjandi samtali.

Teymið vinnur með afmarkaðan hóp til lengri tíma og aðlagar þjónustu að þörfum hvers skjólstæðings. Í teyminu starfa hjúkrunarfræðingar, læknar og málastjórar sem veita meðal annars:

  • stuðningsviðtöl

  • lyfjameðferð

  • nálaskiptiþjónustu og mat á sýkingum eftir atvikum

Hver skjólstæðingur fær sinn málastjóra sem heldur utan um meðferðina. Útskrift byggist á vilja skjólstæðinga eða mati á að önnur þjónusta mæti þörfum þeirra betur.

Fagaðilar á Landspítala geta sent beiðnir í teymið.

Þagnarskylda

Starfsfólk er bundið þagnarskyldu og miðlar aðeins upplýsingum með samþykki skjólstæðings.