Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Þjónusta

Gjörgæsludeildir Landspítala

Landspítali rekur tvær gjörgæsludeildir:

  • E6 í Fossvogi

  • 12B við Hringbraut

Þar eru veitt sérhæfð gjörgæslu­meðferð og stöðugt eftirlit vegna alvarlegra veikinda, slysa eða eftir stórar aðgerðir. Deildirnar sinna bæði börnum og fullorðnum.

Heimsóknir aðstandenda

Aðstandendur eru hvattir til að heimsækja sjúklinga.

Við komu á deildina

  • Notaðu dyrasímann fyrir framan deildina og tilkynntu komu þína.

  • Komdu inn fyrir dyrnar og bíddu þar eftir að starfsmaður komi og vísi þér inn á stofu.

Þetta er gert til að minnka ónæði fyrir aðra sjúklinga.

Athugið

  • Rannsóknir og inngrip fara fram á deildinni og krefjast þess að aðeins nauðsynlegt starfsfólk sé til staðar.

  • Þú gætir verið beðin um að fara tímabundið af deildinni vegna meðferðar eða skoðunar á inniliggjandi sjúkling.

  • Milli klukkan 8 og 11 er mikið um að vera á deildinni og þú gætir þurft að bíða frammi.

  • Mælt er með að ekki séu fleiri en tveir aðstandendur hjá hverjum sjúklingi í einu.

  • Slökktu á hljóði síma.

Börn í heimsókn

Börn eru velkomin, en mikilvægt er að undirbúa þau vel.

  • Útskýrið fyrirfram hvað þau munu sjá á deildinni.

  • Stuðningsaðili getur rætt við börn fyrir og eftir heimsókn ef þess er óskað.