Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Þjónusta

Geðgjörgæslan (deild 32C) er 10 rúma legudeild sem þjónar öllu landinu. Þar er veitt sérhæfð meðferð og umönnun fyrir einstaklinga með alvarleg geðræn einkenni. Á deildinni:

  • eru 10 einbýli í tveimur kynjaskiptum álmum.

  • er eitt öryggissvæði sem er einungis notað þegar brýn þörf er á að einstaklingur fái meðferð í umhverfi þar sem áreiti er takmarkað.

  • eru þrjár dagstofur, slökunarherbergi, virkniherbergi og tómstundaherbergi þar sem áhersla er lögð á hlýlegt, rólegt og öruggt umhverfi.

Meðferð

  • Meðferð á deildinni er einstaklingsmiðuð og skipulögð af meðferðarteymi í samstarfi við sjúkling.

  • Gagnreynd þekking og hugmyndafræði um geðgjörgæslu eru í fyrirrúmi. Unnið er eftir hugmyndafræði um öruggar sjúkradeildir: “Safewards” sem fjallar um heildræna umgjörð hjúkrunar og stjórnunar á geðdeildum.

  • Leitað er eftir samvinnu við nánustu aðstandendur í samráði við sjúkling og þeim boðinn stuðningur á meðan meðferð stendur.

Myndband um geðgjörgæslu fyrir fólk í bráðum veikindum